130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2020 17:30 Tvær af fjórum F-35 orrustuþotum norska flughersins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Egill Það er Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt umheiminum aukinn hernaðarlegan styrk sinn á meðan loftrýmisgæslu við Ísland stendur. Norðmenn mæta með glænýjar orrustuþotur til Íslands sem verða til taks ef óvinur færir sig upp á skaftið. Um 130 liðsmenn norska flughersins sinna loftrýmisgæslunni næsta mánuðinn. Herinn mætir með fjórar F-35 orrustuþotur til landsins. Norski flugherinn býr yfir ellefu slíkum til viðbótar. Þær munu taka við af F-16 þotum hersins. Um byltingu er að ræða fyrir herinn. Nokia 5110 gegn nýjum iPhone Norski herinn hélt blaðamannafund í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þegar forsvarsmenn hersins voru spurðir hver væri munurinn á F-16 þotum og F-35 þotum voru þeir skjótir til svara. Það væri eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu, eða Nokia 5110-farsíma við nýjasta iPhone-farsímann. F-35 þykir einstakt flugtæki.Vísir/Egill „Ég er ekki sá sem flýgur þessum þotum, en það sem ég heyri frá flugmönnum þá er það afar góður samanburður. F-35 er einstakt flugtæki með frábæra eiginleika. Öll okkar upplifun af þessum þotum er í samræmi við þau loforð sem bandaríski framleiðandinn gaf okkur,“ segir Haakon Bruun-Hanssen, æðsti yfirmaður norska hersins. Rússar helsta ástæðan En hvers vegna þarf norski herinn svo öflugan flota herþotna? Þeir sem voru á fundinum sögðu hættuna frá Rússlandi helstu ástæðuna. Noregur er með landamæri að Rússlandi og sögðu viðstaddir ávallt spennu þar á milli. „Við viljum ávallt tryggja að við séum í stakk búin að verja svæði okkar, fólkið okkar, hagsmuni okkar og gildi. Við viljum geta gert það gegn hvaða ógn sem er. Við höfum sjóher og flugher til að vernda okkur,“ segir Haakon. Haakon Bruun-Hanssen, æðsti yfirmaður norska hersins.Vísir/Egill Haakon er ekki í vafa að sú hætta steðjar einnig að Íslendingum og loftrýmisgæslan því mikilvæg. „Ísland er staðsett á hernaðarlega mikilvægu svæði í Norður Atlantshafinu. Þetta er svæði sem yrði annars berskjaldað fyrir hernaði Rússa ef þeir kjósa að gera það. Ísland er einnig afar mikilvægt ef koma þarf herliði Bandaríkjanna til Evrópu. Það er því mikilvægt að halda Íslandi frjálsu og að Íslendingar styðji Atlantshafsbandalagið.“ Mikilvægt að sýna að Noregur eigi öflugan flugher Þetta er fyrsta opinbera verkefnið sem norski flugherinn sinnir með F-35 þotum. Haakon segir það mikilvæga stund fyrir herinn. „Við höfum haft flugherlið í Noregi frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Við erum hægt og rólega að taka F-16 þoturnar úr notkun og erum að kynna F-35 þoturnar. Það er mikill áfangi fyrir norska herinn að fá þær. Það er einnig stór áfangi að geta sent þær í alþjóðleg verkefni líkt og við sinnum núna á Íslandi. Það er mikilvægt að sýna að þessar þotur virka og að við séum með starfandi flugher með þessar nýju þotur sem við erum afar stolt af,“ segir Haakon. Lögðu ekki í veðrið flugmannanna vegna Ein F-35 þota kostar á bilinu 12 til 15 milljarða íslenskra króna. Strangar öryggiskröfur voru í kringum þær á Keflavíkurflugvelli og máttu fjölmiðlamenn ekki koma nálægt þeim. Er það almennt reglan að óbreyttir haldi sig í að minnsta kosti 10 metra fjarlægð frá þotunni. Ekkert varð þó af flugtaki í dag vegna veðurs. Það var þó ekki vegna þess að þessar öflugu þotur ráða ekki við hvassviðrið. Ef eitthvað hins vegar kæmi upp á og flugmennirnir þyrftu að skjóta sér úr þotunum þá myndi hvassviðrið setja þá í hættu á meðan þeir svífa til jarðar í fallhlífum. Því er ekki lagt í slíka áhættu þegar neyðin er engin. Haakon segir veðurfarið hér á landi ekki koma norska hernum á óvart. „Þetta er mjög líkt því sem við höfum upplifað í Noregi síðustu mánuði. Þetta hefur verið erfiður vetur en við erum vön þessum skilyrðum.“ Norsku hermennirnir eru vopnaðir við æfingar hér á landi. Ásamt loftrýmisgæslu munu hermennirnir leggja stund á æfingar.Skjáskot úr myndefni frá norska hernum. Léttara að fara um óséður F-16 þoturnar eru af fjórðu kynslóð herþotna á meðan F-35 þoturnar eru af fimmtu kynslóðinni. Staale Mymoem, flokksforingi í norska flughernum, segir góða ástæðu fyrir því. „Fyrir því er tvær afar veigamiklar ástæður. Sú fyrsta er að hún er hönnuð þannig að það er léttara að fara um óséður og kemur hún því síður fyrir upp á ratsjám. Hin ástæðan er eru nemarnir sem eru um borð. Það er hægt að sjá mun lengra í þessum þotum. Það eru helstu ástæðurnar,“ segir Staale. Staale Mymoem, flokksforingi í norska flughernum.Vísir/Egill Margföld líkamsþyngd Hann segir bæði afar erfitt líkamlega og andlega að fljúga slíkum þotum. „Líkamlegi þátturinn er sá þegar manneskjan verður fyrir margfaldri þyngdarhröðun,“ segir Staale. Hægt er að ná þrefaldri þyngdarhröðun í þessum þotum. Til að átta sig á álaginu sem líkaminn verður fyrir þá er hægt að taka eigin líkamsþyngd og margfalda hana með þremur. „Það væri eins og að fara afar öflugan rússíbana og margfalda það með þremur,“ segir Staale. Andlegi þátturinn er þó meiri vill Staale meina. „Það er svo mikið af upplýsingum sem flugmennirnir þurfa að meðtaka undir gífurlegu líkamlegu álagi til að geta tekið skynsamar ákvarðanir.“ Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Það er Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt umheiminum aukinn hernaðarlegan styrk sinn á meðan loftrýmisgæslu við Ísland stendur. Norðmenn mæta með glænýjar orrustuþotur til Íslands sem verða til taks ef óvinur færir sig upp á skaftið. Um 130 liðsmenn norska flughersins sinna loftrýmisgæslunni næsta mánuðinn. Herinn mætir með fjórar F-35 orrustuþotur til landsins. Norski flugherinn býr yfir ellefu slíkum til viðbótar. Þær munu taka við af F-16 þotum hersins. Um byltingu er að ræða fyrir herinn. Nokia 5110 gegn nýjum iPhone Norski herinn hélt blaðamannafund í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þegar forsvarsmenn hersins voru spurðir hver væri munurinn á F-16 þotum og F-35 þotum voru þeir skjótir til svara. Það væri eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu, eða Nokia 5110-farsíma við nýjasta iPhone-farsímann. F-35 þykir einstakt flugtæki.Vísir/Egill „Ég er ekki sá sem flýgur þessum þotum, en það sem ég heyri frá flugmönnum þá er það afar góður samanburður. F-35 er einstakt flugtæki með frábæra eiginleika. Öll okkar upplifun af þessum þotum er í samræmi við þau loforð sem bandaríski framleiðandinn gaf okkur,“ segir Haakon Bruun-Hanssen, æðsti yfirmaður norska hersins. Rússar helsta ástæðan En hvers vegna þarf norski herinn svo öflugan flota herþotna? Þeir sem voru á fundinum sögðu hættuna frá Rússlandi helstu ástæðuna. Noregur er með landamæri að Rússlandi og sögðu viðstaddir ávallt spennu þar á milli. „Við viljum ávallt tryggja að við séum í stakk búin að verja svæði okkar, fólkið okkar, hagsmuni okkar og gildi. Við viljum geta gert það gegn hvaða ógn sem er. Við höfum sjóher og flugher til að vernda okkur,“ segir Haakon. Haakon Bruun-Hanssen, æðsti yfirmaður norska hersins.Vísir/Egill Haakon er ekki í vafa að sú hætta steðjar einnig að Íslendingum og loftrýmisgæslan því mikilvæg. „Ísland er staðsett á hernaðarlega mikilvægu svæði í Norður Atlantshafinu. Þetta er svæði sem yrði annars berskjaldað fyrir hernaði Rússa ef þeir kjósa að gera það. Ísland er einnig afar mikilvægt ef koma þarf herliði Bandaríkjanna til Evrópu. Það er því mikilvægt að halda Íslandi frjálsu og að Íslendingar styðji Atlantshafsbandalagið.“ Mikilvægt að sýna að Noregur eigi öflugan flugher Þetta er fyrsta opinbera verkefnið sem norski flugherinn sinnir með F-35 þotum. Haakon segir það mikilvæga stund fyrir herinn. „Við höfum haft flugherlið í Noregi frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Við erum hægt og rólega að taka F-16 þoturnar úr notkun og erum að kynna F-35 þoturnar. Það er mikill áfangi fyrir norska herinn að fá þær. Það er einnig stór áfangi að geta sent þær í alþjóðleg verkefni líkt og við sinnum núna á Íslandi. Það er mikilvægt að sýna að þessar þotur virka og að við séum með starfandi flugher með þessar nýju þotur sem við erum afar stolt af,“ segir Haakon. Lögðu ekki í veðrið flugmannanna vegna Ein F-35 þota kostar á bilinu 12 til 15 milljarða íslenskra króna. Strangar öryggiskröfur voru í kringum þær á Keflavíkurflugvelli og máttu fjölmiðlamenn ekki koma nálægt þeim. Er það almennt reglan að óbreyttir haldi sig í að minnsta kosti 10 metra fjarlægð frá þotunni. Ekkert varð þó af flugtaki í dag vegna veðurs. Það var þó ekki vegna þess að þessar öflugu þotur ráða ekki við hvassviðrið. Ef eitthvað hins vegar kæmi upp á og flugmennirnir þyrftu að skjóta sér úr þotunum þá myndi hvassviðrið setja þá í hættu á meðan þeir svífa til jarðar í fallhlífum. Því er ekki lagt í slíka áhættu þegar neyðin er engin. Haakon segir veðurfarið hér á landi ekki koma norska hernum á óvart. „Þetta er mjög líkt því sem við höfum upplifað í Noregi síðustu mánuði. Þetta hefur verið erfiður vetur en við erum vön þessum skilyrðum.“ Norsku hermennirnir eru vopnaðir við æfingar hér á landi. Ásamt loftrýmisgæslu munu hermennirnir leggja stund á æfingar.Skjáskot úr myndefni frá norska hernum. Léttara að fara um óséður F-16 þoturnar eru af fjórðu kynslóð herþotna á meðan F-35 þoturnar eru af fimmtu kynslóðinni. Staale Mymoem, flokksforingi í norska flughernum, segir góða ástæðu fyrir því. „Fyrir því er tvær afar veigamiklar ástæður. Sú fyrsta er að hún er hönnuð þannig að það er léttara að fara um óséður og kemur hún því síður fyrir upp á ratsjám. Hin ástæðan er eru nemarnir sem eru um borð. Það er hægt að sjá mun lengra í þessum þotum. Það eru helstu ástæðurnar,“ segir Staale. Staale Mymoem, flokksforingi í norska flughernum.Vísir/Egill Margföld líkamsþyngd Hann segir bæði afar erfitt líkamlega og andlega að fljúga slíkum þotum. „Líkamlegi þátturinn er sá þegar manneskjan verður fyrir margfaldri þyngdarhröðun,“ segir Staale. Hægt er að ná þrefaldri þyngdarhröðun í þessum þotum. Til að átta sig á álaginu sem líkaminn verður fyrir þá er hægt að taka eigin líkamsþyngd og margfalda hana með þremur. „Það væri eins og að fara afar öflugan rússíbana og margfalda það með þremur,“ segir Staale. Andlegi þátturinn er þó meiri vill Staale meina. „Það er svo mikið af upplýsingum sem flugmennirnir þurfa að meðtaka undir gífurlegu líkamlegu álagi til að geta tekið skynsamar ákvarðanir.“
Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira