Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 21:40 Víðir Reynisson hjá almannavörnum og Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36