Viltu aukafríviku(r)? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. mars 2020 11:00 Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ólafur Þór Gunnarsson Vinnumarkaður Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun