Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:26 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira