Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:26 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira