Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 20:30 Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent