Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 20:30 Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira