Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 20:30 Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira