Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:47 Danska undankeppnin mun fara fram án áhorfenda í salnum. getty/ STR Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27
Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00