Wolves urðu að sætta sig við markalaust jafntefli við Brighton í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Fimm leikjum var að ljúka.
Úlfarnir eru því með 43 stig í 5. sæti og eiga á hættu að missa Manchester United eða Tottenham upp fyrir sig áður en helgin er úti. Tottenham sækir Burnley heim síðar í dag en United leikur við Manchester City á morgun.
Sheffield United er svo jafnt Úlfunum að stigum og með leik til góða, eftir 1-0 sigur gegn Norwich í dag. Billy Sharp skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.
Newcastle komst aftur á sigurbraut með 1-0 útisigri á Southampton sem missti Moussa Djenepo af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Newcastle klúðraði víti í fyrri hálfleik en Allan Saint-Maximin skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.
Crystal Palace kom sér svo upp í 10. sæti með 1-0 sigri á Watford sem er því áfram með 27 stig í 17. sæti, jafnt Bournemouth sem tapaði gegn Liverpool í dag og er í fallsæti.
Úrslit dagsins:
Liverpool - Bournemouth 2-1
Arsenal - West Ham 1-0
Crystal Palace - Watford 1-0
Sheffield United - Norwich 1-0
Southampton - Newcastle 0-1
Wolves - Brighton 0-0
Sheffield United bætti við sigri í Evrópubaráttunni | Newcastle vann í Southampton

Tengdar fréttir

Arsenal vann þriðja leikinn í röð
Arsenal vann í dag 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni.

Liverpool lenti undir en rétti úr kútnum
Liverpool er með 82 stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, 25 stigum á undan Manchester City, eftir 2-1 sigur gegn Bournemouth í dag.