Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 19:45 Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira