Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 13:51 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38