Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 13:51 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38