Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona tryggðu sér bikarmeistaratitil í dag þegar liðið vann fimmtán marka sigur á Benidorm í bikarúrslitum. Lokatölur urðu 40-25 en Börsungar lögðu Ademar Leon í undanúrslitunum í gær með ellefu mörkum, 34-23.
Aron gerði tvö mörk í bikarúrslitaleiknum í dag en Ludovic Fabregas var markahæstur Börsunga með átta mörk.
Þetta er sjöunda árið í röð sem Barcelona vinnur bikarkeppnina en þetta var þriðji bikarmeistaratitill Arons með spænska stórveldinu.
Ben amunt capità @VictorTomas8!! Un altre títol! CAMPIOOOOONS!!
— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 8, 2020
#CopaRey2020 #HandbolLive pic.twitter.com/a1Qu0d3qP0