Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 22:15 Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira