Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.
Hringvegurinn
Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn.