Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58