Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 23:32 Lúkasjenkó telur að stjórnarandstaðan hyggi á valdarán. Valery Sharifulin\TASS via Getty Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31
Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24