Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. Ferð hennar og vinkvenna þangað og út að borða hefur orðið tilefni mikillar umræðu um skýrleika tveggja metra reglunnar og hvort ráðherrann hafi brotið gegn reglugerð heilbrigðisráðherra um fjarlægðartakmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Athygli hefur vakið að ein vinkvennanna í hópnum, Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Hilton Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu þar. Í Facebook-færslu fyrr í kvöld kvaðst Þórdís Kolbrún ekki hafa gist á hótelinu. Þá segist hún hafa greitt uppsett verð fyrir alla þá þjónustu sem henni var veitt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir í frétt sinni að ráðherra hafi hafnað beiðni fréttastofunnar um að afhenda afrit af reikningum fyrir umrædda þjónustu. Svar hafi borist frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem sagt var að ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn.“ Eins er tæpt á því persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Að fengnu svarinu kveðst fréttastofa RÚV hafa ítrekað beiðnina um afrit, enda myndu slík afrit staðfesta að ráðherrann hefði sannarlega greitt uppsett verð fyrir veitta þjónustu. Í yfirlýsingu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-fyrr í kvöld segir að hún hafi óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í athæfi hennar hafi falist brot á siðareglum ráðherra. Hér að neðan má sjá álitið, eins og það birtist í Facebook-færslu Þórdísar Kolbrúnar: „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“ Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. Ferð hennar og vinkvenna þangað og út að borða hefur orðið tilefni mikillar umræðu um skýrleika tveggja metra reglunnar og hvort ráðherrann hafi brotið gegn reglugerð heilbrigðisráðherra um fjarlægðartakmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Athygli hefur vakið að ein vinkvennanna í hópnum, Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Hilton Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu þar. Í Facebook-færslu fyrr í kvöld kvaðst Þórdís Kolbrún ekki hafa gist á hótelinu. Þá segist hún hafa greitt uppsett verð fyrir alla þá þjónustu sem henni var veitt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir í frétt sinni að ráðherra hafi hafnað beiðni fréttastofunnar um að afhenda afrit af reikningum fyrir umrædda þjónustu. Svar hafi borist frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem sagt var að ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn.“ Eins er tæpt á því persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Að fengnu svarinu kveðst fréttastofa RÚV hafa ítrekað beiðnina um afrit, enda myndu slík afrit staðfesta að ráðherrann hefði sannarlega greitt uppsett verð fyrir veitta þjónustu. Í yfirlýsingu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-fyrr í kvöld segir að hún hafi óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í athæfi hennar hafi falist brot á siðareglum ráðherra. Hér að neðan má sjá álitið, eins og það birtist í Facebook-færslu Þórdísar Kolbrúnar: „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“
„Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01