Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 17:58 Reglugerðin, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis, leggur ekki skyldu á einstaklinga þegar kemur að fjarlægðarmörkum. Vísir/Vilhelm Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Talið var tilefni til þess að útskýra reglurnar betur þar sem nokkurs misræmis hefur gætt í orðalagi reglna um fjarlægðartakmörk. „Krafan með reglunni, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins, er að aðilum í atvinnurekstri, hvaða rekstri sem það nær yfir, er skylt að tryggja fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ekki deila heimili,“ segir í tilkynningunni. Þar er jafnframt tekið fram að í reglugerð heilbrigðisráðherra komi ekki fram að einstaklingar þurfi að uppfylla takmörkin, heldur sé krafan lögð á starfsemi. Hins vegar hafi sóttvarnalæknir gefið út leiðbeiningar þar sem biðlað er til fólks um að viðhafa fjarlægðartakmörk á milli fólks. Eins er tíundað í að í leiðbeiningum yfirvalda til almennings hafi gætt nokkurs misræmis. Ýmist hafi verið talað um að viðhafa skuli fjarlægðartakmörk milli „óskyldra aðila, ótengdra aðila eða aðila sem ekki deili heimili.“ Þetta misræmi í orðalagi sé tilefni til útskýringar. „Einstaklingar eru því sérstaklega hvattir til virða fjarlægðarmörkin í umgengni við ókunnuga en í umgengni við tengda/skylda einstaklinga þarf að vega og meta hvort viðhafa skuli fjarlægðarmörk. Meðan tveggja metra reglan er í gildi getur rekstraraðili ekki skorast undan því að tryggja fjarlægðarmörkin og við því liggur sektarheimild. Ekki liggur fyrir sektarheimild fyrir einstaklinga sem virða ekki fjarlægðarmörk,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Talið var tilefni til þess að útskýra reglurnar betur þar sem nokkurs misræmis hefur gætt í orðalagi reglna um fjarlægðartakmörk. „Krafan með reglunni, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins, er að aðilum í atvinnurekstri, hvaða rekstri sem það nær yfir, er skylt að tryggja fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ekki deila heimili,“ segir í tilkynningunni. Þar er jafnframt tekið fram að í reglugerð heilbrigðisráðherra komi ekki fram að einstaklingar þurfi að uppfylla takmörkin, heldur sé krafan lögð á starfsemi. Hins vegar hafi sóttvarnalæknir gefið út leiðbeiningar þar sem biðlað er til fólks um að viðhafa fjarlægðartakmörk á milli fólks. Eins er tíundað í að í leiðbeiningum yfirvalda til almennings hafi gætt nokkurs misræmis. Ýmist hafi verið talað um að viðhafa skuli fjarlægðartakmörk milli „óskyldra aðila, ótengdra aðila eða aðila sem ekki deili heimili.“ Þetta misræmi í orðalagi sé tilefni til útskýringar. „Einstaklingar eru því sérstaklega hvattir til virða fjarlægðarmörkin í umgengni við ókunnuga en í umgengni við tengda/skylda einstaklinga þarf að vega og meta hvort viðhafa skuli fjarlægðarmörk. Meðan tveggja metra reglan er í gildi getur rekstraraðili ekki skorast undan því að tryggja fjarlægðarmörkin og við því liggur sektarheimild. Ekki liggur fyrir sektarheimild fyrir einstaklinga sem virða ekki fjarlægðarmörk,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30