Frekari launalækkanir á Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Fundað var með starfsfólki Landspítalans í Skaftahlíð í vikunni þar sem því var tjáð frá yfrivofandi kjarabreytingum. Vísir/vilhelm Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45