Bíða að meðaltali í sextán mánuði eftir úrlausn í umgengnismálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Löng bið er eftir því að fá úrlausn í umgengnismálum hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins. vísir/vilhelm Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér. Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.
Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?