Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 22:46 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á glerborðum. Vísir/Egill Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00