Að tala við tækin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar