Að tala við tækin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun