„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:07 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29