Forsætisráðherra sakaður um morð mætti ekki í réttarsal og lögregla stendur á gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 10:24 Forsætisráðherrann Thomas Thabane mætti ekki í kvöld og eru getgátur uppi að hann hafi flúið land. Það hefur ekki fengist staðfest. vísir/getty Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu. Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu.
Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03
Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“