Týnd börn, dularfull dauðsföll og dómsdagsspá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 18:18 Lori Daybell. Lögregla á KAUAI Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp. Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp.
Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira