Forsætisráðherra Malasíu segir af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 07:36 Mahathir Mohamad hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. vísir/getty Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili. Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili.
Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38
Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30
Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12