Dæmdir eiga einnig rétt á bótum vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 11:25 Almar Möller lögmaður segir til skammar að fórnarlömb hlerana þurfi að sækja rétt sinn sérstaklega til ríkislögmanns. „Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16