Hin heilögu lögmál Flosi Eiríksson skrifar 25. febrúar 2020 07:30 Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun