Garðabær gegn sóun Guðfinnur Sigurvinsson og Jóna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Jóna Sæmundsdóttir Umhverfismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun