Ákall um aukinn jöfnuð Logi Einarsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Logi Einarsson Verkföll 2020 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun