Lokaskotið var á sínum stað í Seinni bylgjunni í gærkvöldi þar sem haldið var uppteknum hætti frá síðasta mánudegi.
Þar voru teknar inn spurningar frá áhorfendum og þær urðu enn fleiri í gærkvöldi er strákarnir gerðu upp 19. umferðina í Olís-deild karla og 17. umferðina í Olís-deild kvenna.
Fjölmargar spurningar voru settar fram í gær. Meðal umræðuefna var hvert Breki Dagsson fer, hver verði næsti þjálfari Fram og hvað eigi að gera við Grill 66-deildina.
Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti