Kórónaveirusmit í Austurríki og Króatíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 12:31 Andrej Plenković, forsætisráðherra Króatíu, greindi þjóð sinni frá fyrsta smitinu þar í landi í morgun. Getty/Bloomberg Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14