Ráðherra heilbrigðismála smitaðist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 16:11 Iraj Harirchi þótti veiklulegur á blaðamannafundi í gær. Enda kom á daginn að hann hafði sjálfur smitast af kórónaveirunni. Getty/Anadolu Agency Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46