Áskorun til atvinnurekenda Stuðningskonur leikskólanna skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar