Ætlar Ísland „að vera” í framtíðinni? Geir Sigurður Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 15:00 Samantekt fyrir tímabundna Fyrir þá sem (skiljanlega) eru ekki alveg í stuði fyrir allan textann þá er þetta grindin að því sem ég er að reyna að segja: Tækniframfarir munu drífa þjóðfélagsbreytingar á hraða sem við höfum aldrei í veraldarsögunni séð og við íslendingar erum ekkert að gera til að undirbúa okkur undir þessar breytingar. Umræða um hvert við viljum fara er takmörkuð og stefnumörkun skortir um það hvernig við viljum undirbúa okkur til að vera meira en áhorfendur í nýjum heimi. Grundvallaratriði í nýrri þjóðfélagsskipan mun byggja á að hluti þjóðarinnar (og heimsbyggðarinnar) verður bara að fá að “vera”. Við verðum að undirbúa kerfi sem tryggir að allir geti lifað mannúðlegu lífi með reisn með því að skilgreina virka þáttöku í þjóðfélaginu með víðari hætti en nú er. Hvaða framtíð erum við að tala um? Ég hef alltaf verið áhorfandi að pólitík – gefið mér það að fólkið sem stendur vaktina fyrir okkur á Alþingi og í opinbera kerfinu hafi skýra sýn á framtíðina og vinni af krafti í átt að betri framtíð fyrir Ísland. Framtíð sem skoðanabræður og systur í pólitík eru nokkurn vegin sammála að muni gagnast heimsbyggðinni allri eða okkur Íslendingum best. Þessu trúi ég enn, og trúi því jafnfram að blanda af ólíkum sjónarmiðum í suðupotti samræðna sé til þess falið að færa okkur þá gæfu sem liggur sem næst framtíðarsjónarmiðum okkar allra. Það sem mér finnst hins vegar vanta er samræða um þessa framtíð. Hvar verður heimurinn eftir 5 ár, 15 ár, 50 ár og hvernig ætlum við að undirbúa okkur undir þá framtíð? Það sem kemur auðvitað fyrst upp í hugann eru loftslagsmálin og afleiðingar þeirra – loftslagsmálin munu í grundvallaratriðum breyta byggð í heiminum. Ég ætla ekki að staldra við þetta enda stórt mál sem ég hef litlu við að bæta við borðið sem hefur ekki verið sagt nú þegar. Þó finnst mér að vanti góðan vettvang til að opna umræðu um hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Lokaðar „framtíðarnefndir” eru ekki best til þess fallnar að nýta samvisku og þekkingu þjóðarinnar til að svara þeim stóru spurningum sem fyrir okkur liggja. Mig langar hins vegar að staldra við í nærumhverfi og skoða hvert við Íslendingar erum að fara og hvernig við getum verið efnahagslega undirbúin í bátana fyrir þær hamfarir sem framundan eru. Ég kalla þetta hamfarir því á næstu árum mun þjóðfélagsskipan taka grundvallarbreytingum og við ættum að byrja að ræða strax hvernig við ætlum að undirbúa okkur og byrja að gera breytingar þar sem það er hægt. Hvaða hamfarir? Breytingar í tækni brjóta niður alls konar landamæri og stuðla að samþjöppun sem við höfum ekki getað gert okkur í hugarlund áður. Gögn og gagnavinnsla eru hin nýja olía sem keyrir áfram verkfæri eins og gervigreind í átt að aukinni sjálfvirknivæðingu. Þeir fáu aðilar sem geta nýtt þessi nýju verkfæri gagnaolíunnar vel, munu öðlast forskot sem fæðir sjálft sig til langs tíma og veldur stórkostlegu ójafnvægi í þjóðfélagsskipan sem við búum við nú. Þau dæmi sem við þekkjum best núna eru hugsanlega Google, Amazon og Facebook. Upplýsingarnar sem þessi fyrirtæki hafa veita þeim forskot sem enginn mun geta keppt við. Dæmi um hvernig landamæraleysið mun breyta heiminum er að þessi áðurnefndu stórfyrirtæki eru óðfluga að verða bankar og hugsanlega munu bankar í Evrópu sameinast til að hafa einhverja samningsstöðu á þessum markaði. Kannski lifa 1-4 heildsölubankar af í Evrópu – aðrir munu smækka í að þjónusta þessa heildsölubanka- verða endursalar bankarisanna. Í þessu samhengi verðum við t.d. að ræða á heildstæðan hátt hvert samfélagslegt hlutverk banka er í þessu nýja umhverfi og hvernig við getum stuðlað að sátt þegar við verðum ekki lengur lítið einangrað smáhagkerfi. Alþjóðavæðing Íslands er aðeins rétt nýhafin. Við erum verslum á netinu, höfum frjálsan aðgang að flestum fjölmiðlum heimsins og sækjum þekkingu og aðstoð erlendis frá í gegnum netið. Þessar breytingar munu halda áfram með enn meiri hraða og þjónusta færast þangað þar sem hagkvæmast er að veita hana. Við munum þurfa að taka erfiðar ákvarðanir fyrr en varir og því fyrr sem við ræðum framtíðarþjóðfélagið, því betur verðum við undirbúin. Sérfræðingaþjóðfélagið Með aukinni skilvirkni verða til störf fyrir sérfræðinga, fólk sem er vel menntað og undirbúið til að starfa í þessu framtíðarumhverfi. Sérfræðingar á ýmsum sviðum taka við að byggja upp og reka þetta nýja samfélag. Þeir sem eru menntaðir til að færa þjóðfélagið á næsta stig munu verða millistétt framtíðarinnar á eftir forréttindakynslóðum fjármagnseigenda. Aðrir munu sitja eftir í efnahagslegum skilningi. Hvernig ætlum við að bregðast við aukinni misskiptingu? Væri kannski rétt að huga að því hvernig við metum gæði í okkar þjóðfélagi, hvernig við metum framlag hvers og eins þegar störfum fækkar. Þurfum við mögulega að endurhugsa skilgreiningu okkar á “vinnu”? Hvers virði er foreldri sem styður við barn sitt á heimavelli í undirbúningi fyrir sérfræðingasamfélagið? Hvers virði er allt þetta fólk sem er ekki í „venjulegri” vinnu? Svo ég vitni í merkan mann, “af hverju er ekki nóg að vera bara?” Það eru oft mikil gæði fólgin í því fyrir samfélagið. Borgaralaun eru víða að skjóta upp kollinum og ég held að þau hljóti í mörgum tilfellum að vera sprottin upp úr sömu pælingum, þó eflaust séu allmargir kraftar þar að verki. Umhverfið okkar – þekking er lykillinn Til að byrja með verðum við að móta okkur stefnu strax um það hvernig við ætlum að búa á þessu dásamlega landi til framtíðar. Við verðum að hafa sýn. Sýn sem við getum sameinast um að einhverju leiti og notað sem leiðarljós við ákvarðanatöku næstu ára. Við þurfum að setja upp sviðsgreiningu á því hvað gerist ef fiskurinn hverfur, álver hættir eða allt flug í heiminum verður bannað, eða alla vega ræða hvað af þessu er raunhæft og hvað eru ranghugmyndir. Við ættum að reyna að skilja hverjir tekjustraumarnir verða í framtíð og hvernig við ætlum að nýta þá. Ég trúi því að þekking sé lykill hverri þjóð sem ætlar að eiga hlut í framtíðinni. Þekking verður ekki til nema við séum vettvangur fyrir gefandi umræður sem smita út frá sér til þeirra sem munu taka við. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að laða að okkur stór tæknifyrirtæki sem eru að taka yfir heiminn, hjálpa þeim að hjálpa okkur að byrja að byggja stoðir undir framtíðar þekkingar-tekjustrauma Íslendinga allra. Við eigum að greiða leið þeirra sem vilja setja upp ákveðnar tegundir starfssemi (hugverkaiðnaður, tölvuhýsinga-þjónustur, orkufrek umhverfisvæn framleiðsla, … ) hérlendis á allan hátt – þó þeir borgi ekkert beint til þjóðfélagsins í beinhörðum peningum til að byrja með þá mun vera þeirra skjóta fyrstu stoðum undir framtíðarsamfélagið. Við munum svo nýta þessar nýju stoðir til að mennta fólk sem getur spunnið út nýjum tækifærum og sjálfstæðum efnahag út frá þeim lærdómi sem verður til. Sem leiðir okkur að öðru þekkingarskrefi. Við verðum að byrja að ræða strax, hvernig við viljum undirbúa komandi kynslóðir undir þessa nýju framtíð. Það sem blasir fyrst við er auðvitað menntakerfið. Við verðum að skoða ítarlega hvernig við getum byrjað að undirbúa framtíðarkynslóðir fyrir það að hafa val eftir 10-20 ár. Hvernig getum við undirbúið kennara/leiðtoga sem munu undirbúa okkar fólk undir framtíðina? Eins og staðan er núna stöndum við öðrum þjóðum langt, langt að baki í þessum undirbúningi. Við drögum lappirnar í mótun alvöru menntastefnu sem hæfir því sem komið er og breytingum sem eru handan við hornið. Við þurfum ekki leiðréttingar á kennsluskyldu eða að lengra kennararnám – við þurfum að endurhugsa menntun í landinu frá grunni. Þetta verða að vera “hamfarabreytingar” ef við ætlum að komast úr startholunum í alþjóðlegum samanburði. Erum við að verða of sein? Ekki endilega, en þróun í ranga átt er löngu hafin. Ákveðin sérfræðistörf eru nú þegar “uppseld” hérlendis og íslensk fyrirtæki eru að leita erlendis og hjálpa til við að byggja stoðir undir þekkingarkjarna þeirra þjóða sem við leitum til. Á meðan þetta gerist erum við ekki að byggja undir okkar eigin stoðir. Fjölmörg dæmi eru um þetta í hugbúnaðarframleiðslu og rekstri, þar sem íslensk fyrirtæki leita í síauknu mæli til Póllands, Serbíu, Rúmeníu, Úkraínu og Indlands eftir hugbúnaðarþjónustu af því að samanburður á gæðum og verði þjónustu kemur ekki nægjanlega vel út fyrir okkur Íslendinga. Lítill hópur gríðarlegra öflugra frumkvöðla hafa haldið uppi á kyndli íslenskrar sprotamenningar en stefnumörkun hefur verið fullkomlega fjarverandi frá umræðunni nema þegar ráðherrar slá um sig með dugnaði þessara frumkvöðla á hátíðarstundum. Örfá lítil (en góð) skref eru tekin en enginn tekur að sér að búa okkur undir hamfarabreytingar. Af hverju er ég að skrifa þetta núna? Af því ég er upplýsingatækni-Geiri og hef safnað reynslu í tækniheiminum í 25 ár og aldrei séð hlutina gerast á þeim hraða sem þeir gerast nú. Það væri áhugavert að sjá stjórnmálasamtök draga fólkið sitt aðeins upp úr hversdagsleikanum og skoða hvert skipið stefnir – það verða verðug verðlaun fyrir þá sem ná áttum á undan öðrum. Höfundur er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í tölvunarfræði og hefur unnið að upplýsingatækni í alþjóðlegu samhengi síðan 1997, nú sem eigandi og framkvæmdastjóri center.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samantekt fyrir tímabundna Fyrir þá sem (skiljanlega) eru ekki alveg í stuði fyrir allan textann þá er þetta grindin að því sem ég er að reyna að segja: Tækniframfarir munu drífa þjóðfélagsbreytingar á hraða sem við höfum aldrei í veraldarsögunni séð og við íslendingar erum ekkert að gera til að undirbúa okkur undir þessar breytingar. Umræða um hvert við viljum fara er takmörkuð og stefnumörkun skortir um það hvernig við viljum undirbúa okkur til að vera meira en áhorfendur í nýjum heimi. Grundvallaratriði í nýrri þjóðfélagsskipan mun byggja á að hluti þjóðarinnar (og heimsbyggðarinnar) verður bara að fá að “vera”. Við verðum að undirbúa kerfi sem tryggir að allir geti lifað mannúðlegu lífi með reisn með því að skilgreina virka þáttöku í þjóðfélaginu með víðari hætti en nú er. Hvaða framtíð erum við að tala um? Ég hef alltaf verið áhorfandi að pólitík – gefið mér það að fólkið sem stendur vaktina fyrir okkur á Alþingi og í opinbera kerfinu hafi skýra sýn á framtíðina og vinni af krafti í átt að betri framtíð fyrir Ísland. Framtíð sem skoðanabræður og systur í pólitík eru nokkurn vegin sammála að muni gagnast heimsbyggðinni allri eða okkur Íslendingum best. Þessu trúi ég enn, og trúi því jafnfram að blanda af ólíkum sjónarmiðum í suðupotti samræðna sé til þess falið að færa okkur þá gæfu sem liggur sem næst framtíðarsjónarmiðum okkar allra. Það sem mér finnst hins vegar vanta er samræða um þessa framtíð. Hvar verður heimurinn eftir 5 ár, 15 ár, 50 ár og hvernig ætlum við að undirbúa okkur undir þá framtíð? Það sem kemur auðvitað fyrst upp í hugann eru loftslagsmálin og afleiðingar þeirra – loftslagsmálin munu í grundvallaratriðum breyta byggð í heiminum. Ég ætla ekki að staldra við þetta enda stórt mál sem ég hef litlu við að bæta við borðið sem hefur ekki verið sagt nú þegar. Þó finnst mér að vanti góðan vettvang til að opna umræðu um hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Lokaðar „framtíðarnefndir” eru ekki best til þess fallnar að nýta samvisku og þekkingu þjóðarinnar til að svara þeim stóru spurningum sem fyrir okkur liggja. Mig langar hins vegar að staldra við í nærumhverfi og skoða hvert við Íslendingar erum að fara og hvernig við getum verið efnahagslega undirbúin í bátana fyrir þær hamfarir sem framundan eru. Ég kalla þetta hamfarir því á næstu árum mun þjóðfélagsskipan taka grundvallarbreytingum og við ættum að byrja að ræða strax hvernig við ætlum að undirbúa okkur og byrja að gera breytingar þar sem það er hægt. Hvaða hamfarir? Breytingar í tækni brjóta niður alls konar landamæri og stuðla að samþjöppun sem við höfum ekki getað gert okkur í hugarlund áður. Gögn og gagnavinnsla eru hin nýja olía sem keyrir áfram verkfæri eins og gervigreind í átt að aukinni sjálfvirknivæðingu. Þeir fáu aðilar sem geta nýtt þessi nýju verkfæri gagnaolíunnar vel, munu öðlast forskot sem fæðir sjálft sig til langs tíma og veldur stórkostlegu ójafnvægi í þjóðfélagsskipan sem við búum við nú. Þau dæmi sem við þekkjum best núna eru hugsanlega Google, Amazon og Facebook. Upplýsingarnar sem þessi fyrirtæki hafa veita þeim forskot sem enginn mun geta keppt við. Dæmi um hvernig landamæraleysið mun breyta heiminum er að þessi áðurnefndu stórfyrirtæki eru óðfluga að verða bankar og hugsanlega munu bankar í Evrópu sameinast til að hafa einhverja samningsstöðu á þessum markaði. Kannski lifa 1-4 heildsölubankar af í Evrópu – aðrir munu smækka í að þjónusta þessa heildsölubanka- verða endursalar bankarisanna. Í þessu samhengi verðum við t.d. að ræða á heildstæðan hátt hvert samfélagslegt hlutverk banka er í þessu nýja umhverfi og hvernig við getum stuðlað að sátt þegar við verðum ekki lengur lítið einangrað smáhagkerfi. Alþjóðavæðing Íslands er aðeins rétt nýhafin. Við erum verslum á netinu, höfum frjálsan aðgang að flestum fjölmiðlum heimsins og sækjum þekkingu og aðstoð erlendis frá í gegnum netið. Þessar breytingar munu halda áfram með enn meiri hraða og þjónusta færast þangað þar sem hagkvæmast er að veita hana. Við munum þurfa að taka erfiðar ákvarðanir fyrr en varir og því fyrr sem við ræðum framtíðarþjóðfélagið, því betur verðum við undirbúin. Sérfræðingaþjóðfélagið Með aukinni skilvirkni verða til störf fyrir sérfræðinga, fólk sem er vel menntað og undirbúið til að starfa í þessu framtíðarumhverfi. Sérfræðingar á ýmsum sviðum taka við að byggja upp og reka þetta nýja samfélag. Þeir sem eru menntaðir til að færa þjóðfélagið á næsta stig munu verða millistétt framtíðarinnar á eftir forréttindakynslóðum fjármagnseigenda. Aðrir munu sitja eftir í efnahagslegum skilningi. Hvernig ætlum við að bregðast við aukinni misskiptingu? Væri kannski rétt að huga að því hvernig við metum gæði í okkar þjóðfélagi, hvernig við metum framlag hvers og eins þegar störfum fækkar. Þurfum við mögulega að endurhugsa skilgreiningu okkar á “vinnu”? Hvers virði er foreldri sem styður við barn sitt á heimavelli í undirbúningi fyrir sérfræðingasamfélagið? Hvers virði er allt þetta fólk sem er ekki í „venjulegri” vinnu? Svo ég vitni í merkan mann, “af hverju er ekki nóg að vera bara?” Það eru oft mikil gæði fólgin í því fyrir samfélagið. Borgaralaun eru víða að skjóta upp kollinum og ég held að þau hljóti í mörgum tilfellum að vera sprottin upp úr sömu pælingum, þó eflaust séu allmargir kraftar þar að verki. Umhverfið okkar – þekking er lykillinn Til að byrja með verðum við að móta okkur stefnu strax um það hvernig við ætlum að búa á þessu dásamlega landi til framtíðar. Við verðum að hafa sýn. Sýn sem við getum sameinast um að einhverju leiti og notað sem leiðarljós við ákvarðanatöku næstu ára. Við þurfum að setja upp sviðsgreiningu á því hvað gerist ef fiskurinn hverfur, álver hættir eða allt flug í heiminum verður bannað, eða alla vega ræða hvað af þessu er raunhæft og hvað eru ranghugmyndir. Við ættum að reyna að skilja hverjir tekjustraumarnir verða í framtíð og hvernig við ætlum að nýta þá. Ég trúi því að þekking sé lykill hverri þjóð sem ætlar að eiga hlut í framtíðinni. Þekking verður ekki til nema við séum vettvangur fyrir gefandi umræður sem smita út frá sér til þeirra sem munu taka við. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að laða að okkur stór tæknifyrirtæki sem eru að taka yfir heiminn, hjálpa þeim að hjálpa okkur að byrja að byggja stoðir undir framtíðar þekkingar-tekjustrauma Íslendinga allra. Við eigum að greiða leið þeirra sem vilja setja upp ákveðnar tegundir starfssemi (hugverkaiðnaður, tölvuhýsinga-þjónustur, orkufrek umhverfisvæn framleiðsla, … ) hérlendis á allan hátt – þó þeir borgi ekkert beint til þjóðfélagsins í beinhörðum peningum til að byrja með þá mun vera þeirra skjóta fyrstu stoðum undir framtíðarsamfélagið. Við munum svo nýta þessar nýju stoðir til að mennta fólk sem getur spunnið út nýjum tækifærum og sjálfstæðum efnahag út frá þeim lærdómi sem verður til. Sem leiðir okkur að öðru þekkingarskrefi. Við verðum að byrja að ræða strax, hvernig við viljum undirbúa komandi kynslóðir undir þessa nýju framtíð. Það sem blasir fyrst við er auðvitað menntakerfið. Við verðum að skoða ítarlega hvernig við getum byrjað að undirbúa framtíðarkynslóðir fyrir það að hafa val eftir 10-20 ár. Hvernig getum við undirbúið kennara/leiðtoga sem munu undirbúa okkar fólk undir framtíðina? Eins og staðan er núna stöndum við öðrum þjóðum langt, langt að baki í þessum undirbúningi. Við drögum lappirnar í mótun alvöru menntastefnu sem hæfir því sem komið er og breytingum sem eru handan við hornið. Við þurfum ekki leiðréttingar á kennsluskyldu eða að lengra kennararnám – við þurfum að endurhugsa menntun í landinu frá grunni. Þetta verða að vera “hamfarabreytingar” ef við ætlum að komast úr startholunum í alþjóðlegum samanburði. Erum við að verða of sein? Ekki endilega, en þróun í ranga átt er löngu hafin. Ákveðin sérfræðistörf eru nú þegar “uppseld” hérlendis og íslensk fyrirtæki eru að leita erlendis og hjálpa til við að byggja stoðir undir þekkingarkjarna þeirra þjóða sem við leitum til. Á meðan þetta gerist erum við ekki að byggja undir okkar eigin stoðir. Fjölmörg dæmi eru um þetta í hugbúnaðarframleiðslu og rekstri, þar sem íslensk fyrirtæki leita í síauknu mæli til Póllands, Serbíu, Rúmeníu, Úkraínu og Indlands eftir hugbúnaðarþjónustu af því að samanburður á gæðum og verði þjónustu kemur ekki nægjanlega vel út fyrir okkur Íslendinga. Lítill hópur gríðarlegra öflugra frumkvöðla hafa haldið uppi á kyndli íslenskrar sprotamenningar en stefnumörkun hefur verið fullkomlega fjarverandi frá umræðunni nema þegar ráðherrar slá um sig með dugnaði þessara frumkvöðla á hátíðarstundum. Örfá lítil (en góð) skref eru tekin en enginn tekur að sér að búa okkur undir hamfarabreytingar. Af hverju er ég að skrifa þetta núna? Af því ég er upplýsingatækni-Geiri og hef safnað reynslu í tækniheiminum í 25 ár og aldrei séð hlutina gerast á þeim hraða sem þeir gerast nú. Það væri áhugavert að sjá stjórnmálasamtök draga fólkið sitt aðeins upp úr hversdagsleikanum og skoða hvert skipið stefnir – það verða verðug verðlaun fyrir þá sem ná áttum á undan öðrum. Höfundur er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í tölvunarfræði og hefur unnið að upplýsingatækni í alþjóðlegu samhengi síðan 1997, nú sem eigandi og framkvæmdastjóri center.is.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun