Guðmundur tekur við Melsungen Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 17:08 Guðmundur Guðmundsson er öllum hnútum kunnugur í þýsku 1. deildinni. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira