Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Viðbúnaðurinn hér á Íslandi vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, miðar fyrst og fremst að því að greina mögulega sýkta einstaklinga snemma. Einangra veika og beitta sóttkví á þá sem hugsanlega eru smitaðir en ekki veikir. Versta sviðsmyndin gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum, fjölluðu um aðgerðir stjórnvalda til að stemma stig stigu við útbreiðslu COVID-19 hér á landi á blaðamannafundi í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð. Þar fjölluðu þeir um aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar „Ég held að útbreiðsla þessa sjúkdóms og einkenni hans, það er að segja, mikið af vægum tilfellum, sýni það að það sé nánast ómögulegt að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms, með einkennalausu og einkennalitlu fólki. Það hefur sýnt sig í Evrópu og fleiri stöðum að það er mjög erfitt,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að yfirvöld myndu kappkosta við að greina einstaklinga eins snemma og hægt er, með því markmiði að stoppa útbreiðsluna sem mest og minnka álagið á innviði og heilbrigðiskerfið, ef þetta yrði útbreiddur faraldur. „Sem við teljum að hann verði ekki með þessum aðgerðum sem við og aðrar Evrópuþjóðir erum að beita.“ Þórólfur sagði talið að einkennalaust fólk, sem væri smitað en ekki orðið veikt, gæti ekki smitað aðra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir þó mögulegt að smitast af aðilum sem sýni eingöngu væg einkenni, eins og til dæmis einstaklingi sem sé með smá hósta en finnist hann ekki veikur. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Þó prósenta þeirra sem deyja sé um tvö til þrjú prósent er útbreiðsla sjúkdómsins mun mikilvægari samkvæmt Þórólfi. Þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart Covid-19 eru eldri borgarar og aðrir með undirliggjandi veikindi. Þá sagði Þórólfur að veikin virtist ekki leggjast alvarlega á ung börn eða miðaldra fólk. Engin ástæða til að hamstra Rögnvaldur tók fram að eins og staðan væri í dag væri engin ástæða fyrir Íslendinga til að hamstra eitt né neitt. Birgðaflutningar til og frá landinu væru í góðu lagi. „Þegar við erum að eiga við svona atburði eins og þennan hérna, þá snýst allur viðbúnaður fyrst og fremst um það að allir inniviðir haldi. Þar á meðal að verslanir geti áfram afgreitt vörur og við getum fengið vörur til landsins og sent vörur frá landinu,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði að ef slíkt yrði ómögulegt væri í raun verið að margfalda vandamálið. Sjá einnig: Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Í áætlunum Almannavarna sem snúa að undirbúningi fyrir órofin rekstur er lagt upp með að allt að fimmtíu prósent vinnuaflsins skili sér ekki til vinnu. Þar af séu einhverjir veikir, aðrir að sinna veikum aðilum og jafnvel einhverjir sem eigi ekki pössun vegna veikinda. „Þetta er það sem við höfum beðið mikilvægar stofnanir og fyrirtæki að undirbúa sig fyrir,“ sagði Rögnvaldur. Myndu ráða við ástandið ef allt færi á versta veg Þórólfur sagði að áætlanir varðandi verstu sviðsmyndina hér á landi í þessum faraldri tækju mið af Hubei héraði í Kína, þar sem veiran stakk upprunalega upp kollinum. Þær tölur væru bara yfirfærðar á Ísland og ekkert mið tekið til aðgerða yfirvalda. Ítrekaði hann að um 80 prósent þeirra sem smituðust fengju væg einkenni. Sú sviðsmynd segir til um að um 300 tilfelli komi upp hér á landi og þar af um 25 gjörgæslutilfelli og upp undir tíu dauðsföll. „Það eru mörg spurningarmerki við þessa útreikninga og margir ekki alveg sáttir við að þetta sé gert svona. Ég held að þetta sé besta nálgunin á það versta sem gæti gerst, sem við höfum,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist telja að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við þetta. Svipaður faraldur hafi komið upp í svínainnflúensunni 2009. Það hafi verið mikið álag en allt hafi tekist. „Þannig að ég held, að ef allt færi á versta veg og ekkert væri gert, þá myndum við ráða við það. Ég bendi þó aftur á það að þessar áætlanir sem við erum að nota og erum að biðja almenning um að fara eftir. Alla að fara eftir, að þær myndu alveg örugglega draga allverulega úr þessu.“ Blaðamannafundurinn í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Viðbúnaðurinn hér á Íslandi vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, miðar fyrst og fremst að því að greina mögulega sýkta einstaklinga snemma. Einangra veika og beitta sóttkví á þá sem hugsanlega eru smitaðir en ekki veikir. Versta sviðsmyndin gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum, fjölluðu um aðgerðir stjórnvalda til að stemma stig stigu við útbreiðslu COVID-19 hér á landi á blaðamannafundi í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð. Þar fjölluðu þeir um aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar „Ég held að útbreiðsla þessa sjúkdóms og einkenni hans, það er að segja, mikið af vægum tilfellum, sýni það að það sé nánast ómögulegt að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms, með einkennalausu og einkennalitlu fólki. Það hefur sýnt sig í Evrópu og fleiri stöðum að það er mjög erfitt,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að yfirvöld myndu kappkosta við að greina einstaklinga eins snemma og hægt er, með því markmiði að stoppa útbreiðsluna sem mest og minnka álagið á innviði og heilbrigðiskerfið, ef þetta yrði útbreiddur faraldur. „Sem við teljum að hann verði ekki með þessum aðgerðum sem við og aðrar Evrópuþjóðir erum að beita.“ Þórólfur sagði talið að einkennalaust fólk, sem væri smitað en ekki orðið veikt, gæti ekki smitað aðra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir þó mögulegt að smitast af aðilum sem sýni eingöngu væg einkenni, eins og til dæmis einstaklingi sem sé með smá hósta en finnist hann ekki veikur. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Þó prósenta þeirra sem deyja sé um tvö til þrjú prósent er útbreiðsla sjúkdómsins mun mikilvægari samkvæmt Þórólfi. Þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart Covid-19 eru eldri borgarar og aðrir með undirliggjandi veikindi. Þá sagði Þórólfur að veikin virtist ekki leggjast alvarlega á ung börn eða miðaldra fólk. Engin ástæða til að hamstra Rögnvaldur tók fram að eins og staðan væri í dag væri engin ástæða fyrir Íslendinga til að hamstra eitt né neitt. Birgðaflutningar til og frá landinu væru í góðu lagi. „Þegar við erum að eiga við svona atburði eins og þennan hérna, þá snýst allur viðbúnaður fyrst og fremst um það að allir inniviðir haldi. Þar á meðal að verslanir geti áfram afgreitt vörur og við getum fengið vörur til landsins og sent vörur frá landinu,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði að ef slíkt yrði ómögulegt væri í raun verið að margfalda vandamálið. Sjá einnig: Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Í áætlunum Almannavarna sem snúa að undirbúningi fyrir órofin rekstur er lagt upp með að allt að fimmtíu prósent vinnuaflsins skili sér ekki til vinnu. Þar af séu einhverjir veikir, aðrir að sinna veikum aðilum og jafnvel einhverjir sem eigi ekki pössun vegna veikinda. „Þetta er það sem við höfum beðið mikilvægar stofnanir og fyrirtæki að undirbúa sig fyrir,“ sagði Rögnvaldur. Myndu ráða við ástandið ef allt færi á versta veg Þórólfur sagði að áætlanir varðandi verstu sviðsmyndina hér á landi í þessum faraldri tækju mið af Hubei héraði í Kína, þar sem veiran stakk upprunalega upp kollinum. Þær tölur væru bara yfirfærðar á Ísland og ekkert mið tekið til aðgerða yfirvalda. Ítrekaði hann að um 80 prósent þeirra sem smituðust fengju væg einkenni. Sú sviðsmynd segir til um að um 300 tilfelli komi upp hér á landi og þar af um 25 gjörgæslutilfelli og upp undir tíu dauðsföll. „Það eru mörg spurningarmerki við þessa útreikninga og margir ekki alveg sáttir við að þetta sé gert svona. Ég held að þetta sé besta nálgunin á það versta sem gæti gerst, sem við höfum,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist telja að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við þetta. Svipaður faraldur hafi komið upp í svínainnflúensunni 2009. Það hafi verið mikið álag en allt hafi tekist. „Þannig að ég held, að ef allt færi á versta veg og ekkert væri gert, þá myndum við ráða við það. Ég bendi þó aftur á það að þessar áætlanir sem við erum að nota og erum að biðja almenning um að fara eftir. Alla að fara eftir, að þær myndu alveg örugglega draga allverulega úr þessu.“ Blaðamannafundurinn í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48
Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40