Hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 18:00 Hér eru margar goðsagnir ensku úrvalsdeildarinnar komnar saman eða þeir Ryan Giggs, Dion Dublin, Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, Matt Le Tissier, Michael Owen, Les Ferdinand, Emile Heskey og Robin van Persie. Getty/Ben A. Pruchnie Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira