„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:33 Senne Lammens hefur verið borinn saman við Peter Schmeichel af stuðningsmönnum Manchester United. Getty/ James Gill/Ross Kinnaird Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025 Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025
Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira