Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira