Sjávarútvegsráðherra sagði af sér vegna starfslokagreiðslu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2020 08:44 Geir Inge Sivertsen, 54 ára, staddur við norska sendiráðið í London, baðst lausnar í gær sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum.
Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01
Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05