Ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar