Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 11:49 Teikning af Sólarbrautarfarinu við sólina. Vísir/EPA Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA. Geimurinn Vísindi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira