Dásamlegt að fagna með mömmu | Hugsar lítið um milljónaregnið Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Armand Duplantis var auðvitað himinlifandi eftir að hafa sett heimsmetið. vísir/epa Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira