Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 13:34 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21