Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Hún ætlar að áfrýja málinu. „Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40