Vilja spila heimaleiki í handboltanum í Ásgarði | Lítil ánægja hjá körfunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2020 12:00 Úr leik í Ásgarði, eða Mathús Garðabæjar höllinni. vísir/daníel Næstu heimaleikir handboltaliða Stjörnunnar fara fram í Ásgarði en ekki í TM-höllinni í Mýrinni. Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill að heimaleikir meistaraflokka verði í Ásgarði í framtíðinni. Takmörkuð ánægja er með þessar fyrirætlanir hjá körfuknattleiksdeildinni. Á laugardaginn tekur Stjarnan á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna og á móti KA í Olís-deild karla. Báðir leikirnir fara fram í Ásgarði. Að sögn Péturs Bjarnasonar, formanns handknattleiksdeildar Stjörnunnar, er um tilraun að ræða. „Þetta er tilraun. TM-höllin hefur látið á sjá og svo er það ásetningur félagsins að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem er hjarta félagsins,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Til þess að þetta geti orðið að veruleika prófum við þetta um helgina, hvort þetta gangi hreinlega upp út af núverandi fyrirkomulagi á stúkumálum, hvernig völlurinn er o.s.frv. Áður en lengra verður haldið notum við tækifærið fyrst körfuboltaliðið verður væntanlega í bikarúrslitum og svo eiga bæði stelpurnar og strákarnir leik þennan dag. Ef þetta gengur vel höldum við áfram að ræða þessa hluti en ef þetta gengur ekki vitum við það og getum sparað okkur frekari skref.“ Eftir leikina á laugardaginn eiga bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar tvo heimaleiki eftir í Olís-deildunum auk leikja í úrslitakeppninni. Þeir fara fram í TM-höllinni en vilji handknattleiksdeildarinnar er að heimaleikirnir fari fram í Ásgarði frá og með næsta tímabili. „Ef af þessu verður þarf að fara í breytingar á húsinu sem ekki er hægt að gera á meðan skólastarf og núverandi fyrirkomulag hjá körfunni er,“ sagði Pétur.Stúkan orðin léleg og klukkan gömulÞað er oftast nóg af lausum sætum í TM-höllinni.vísir/báraHann segir að TM-höllin, sem hefur verið heimavöllur handboltans í Stjörnunni í um 15 ár, sé orðin fremur lúin. „Stúkan er orðin mjög léleg. Ný stúka af þessari stærðargráðu myndi kosta öðru hvoru megin við 50 milljónir sem er ekki alveg á fjárhagsáætlun eins og er. Svo er klukkan orðin mjög lasin og hún er svo gömul að það fást ekki varahlutir í hana,“ sagði Pétur. „Að okkar mati - það eru ekki allir sammála því - eru líka of fáir búningsklefar þarna. Meistaraflokkarnir bítast um klefana við yngri flokkana. Það eru sex klefar í húsinu, þar af tveir sundklefar.“ Oft hefur verið rætt um skort á stemmningu og lífi í TM-höllinni en stúkan þar er oft ansi tómleg. „Ásgarður er hjartað í íþróttalífi Garðarbæjar og það verður að segjast eins og er að í TM-höllinni hefur ekki náðst upp sú stemmning sem við vonuðumst eftir. Það er frekar rýrt að sjá þegar 150 manns mæta í TM-höllina. En 150 manns í Ásgarði er allt annað. Ásgarður er gryfja og við höfum taugar til hússins sem var byggt fyrir handboltann á sínum tíma,“ sagði Pétur.Harpixið ekki vandamálOft myndast góð stemmning í Ásgarði.vísir/báraHann segir að körfuknattleiksdeildin sé ekki yfir sig hrifin af þeim fyrirætlunum handknattleiksdeildarinnar að leika heimaleiki sína í Ásgarði. „Þeir eru ekki mjög hressir. Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. En er það blessað harpixið, sem fylgir handboltanum, sem er þyrnir í augum körfuboltans? „Maður skilur það alveg. En við eigum ekki að láta það stöðva okkur. Lágmarkskrafa er að þetta verði þrifið og fólkið okkar í TM-höllinni sem stendur í þessu sér ekki vandamálið við þetta,“ sagði Pétur. Hann vonast til að leikirnir í Ásgarði á laugardaginn gangi vel og gefi góða raun. „Breytingar taka alltaf á og þess vegna fórum við í að gera þetta eina helgi, til að prófa þetta. Það er ekkert hægt að taka þetta lengra nema sjá hvernig þetta kemur út. Svo getur vel verið að þetta mistakist og þá verðum við að fara aftur í plan A sem er að setja pressu á bæinn að laga TM-höllina,“ sagði Pétur að lokum. Garðabær Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Næstu heimaleikir handboltaliða Stjörnunnar fara fram í Ásgarði en ekki í TM-höllinni í Mýrinni. Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill að heimaleikir meistaraflokka verði í Ásgarði í framtíðinni. Takmörkuð ánægja er með þessar fyrirætlanir hjá körfuknattleiksdeildinni. Á laugardaginn tekur Stjarnan á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna og á móti KA í Olís-deild karla. Báðir leikirnir fara fram í Ásgarði. Að sögn Péturs Bjarnasonar, formanns handknattleiksdeildar Stjörnunnar, er um tilraun að ræða. „Þetta er tilraun. TM-höllin hefur látið á sjá og svo er það ásetningur félagsins að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem er hjarta félagsins,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Til þess að þetta geti orðið að veruleika prófum við þetta um helgina, hvort þetta gangi hreinlega upp út af núverandi fyrirkomulagi á stúkumálum, hvernig völlurinn er o.s.frv. Áður en lengra verður haldið notum við tækifærið fyrst körfuboltaliðið verður væntanlega í bikarúrslitum og svo eiga bæði stelpurnar og strákarnir leik þennan dag. Ef þetta gengur vel höldum við áfram að ræða þessa hluti en ef þetta gengur ekki vitum við það og getum sparað okkur frekari skref.“ Eftir leikina á laugardaginn eiga bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar tvo heimaleiki eftir í Olís-deildunum auk leikja í úrslitakeppninni. Þeir fara fram í TM-höllinni en vilji handknattleiksdeildarinnar er að heimaleikirnir fari fram í Ásgarði frá og með næsta tímabili. „Ef af þessu verður þarf að fara í breytingar á húsinu sem ekki er hægt að gera á meðan skólastarf og núverandi fyrirkomulag hjá körfunni er,“ sagði Pétur.Stúkan orðin léleg og klukkan gömulÞað er oftast nóg af lausum sætum í TM-höllinni.vísir/báraHann segir að TM-höllin, sem hefur verið heimavöllur handboltans í Stjörnunni í um 15 ár, sé orðin fremur lúin. „Stúkan er orðin mjög léleg. Ný stúka af þessari stærðargráðu myndi kosta öðru hvoru megin við 50 milljónir sem er ekki alveg á fjárhagsáætlun eins og er. Svo er klukkan orðin mjög lasin og hún er svo gömul að það fást ekki varahlutir í hana,“ sagði Pétur. „Að okkar mati - það eru ekki allir sammála því - eru líka of fáir búningsklefar þarna. Meistaraflokkarnir bítast um klefana við yngri flokkana. Það eru sex klefar í húsinu, þar af tveir sundklefar.“ Oft hefur verið rætt um skort á stemmningu og lífi í TM-höllinni en stúkan þar er oft ansi tómleg. „Ásgarður er hjartað í íþróttalífi Garðarbæjar og það verður að segjast eins og er að í TM-höllinni hefur ekki náðst upp sú stemmning sem við vonuðumst eftir. Það er frekar rýrt að sjá þegar 150 manns mæta í TM-höllina. En 150 manns í Ásgarði er allt annað. Ásgarður er gryfja og við höfum taugar til hússins sem var byggt fyrir handboltann á sínum tíma,“ sagði Pétur.Harpixið ekki vandamálOft myndast góð stemmning í Ásgarði.vísir/báraHann segir að körfuknattleiksdeildin sé ekki yfir sig hrifin af þeim fyrirætlunum handknattleiksdeildarinnar að leika heimaleiki sína í Ásgarði. „Þeir eru ekki mjög hressir. Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. En er það blessað harpixið, sem fylgir handboltanum, sem er þyrnir í augum körfuboltans? „Maður skilur það alveg. En við eigum ekki að láta það stöðva okkur. Lágmarkskrafa er að þetta verði þrifið og fólkið okkar í TM-höllinni sem stendur í þessu sér ekki vandamálið við þetta,“ sagði Pétur. Hann vonast til að leikirnir í Ásgarði á laugardaginn gangi vel og gefi góða raun. „Breytingar taka alltaf á og þess vegna fórum við í að gera þetta eina helgi, til að prófa þetta. Það er ekkert hægt að taka þetta lengra nema sjá hvernig þetta kemur út. Svo getur vel verið að þetta mistakist og þá verðum við að fara aftur í plan A sem er að setja pressu á bæinn að laga TM-höllina,“ sagði Pétur að lokum.
Garðabær Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11
Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00