Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 12:10 Búast má við margvíslegum samgöngutruflunum á föstudag. Vísir/vilhelm Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08