Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 12:10 Búast má við margvíslegum samgöngutruflunum á föstudag. Vísir/vilhelm Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08