Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 12:10 Búast má við margvíslegum samgöngutruflunum á föstudag. Vísir/vilhelm Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08