Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 13:48 Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. AP/Jeff Chiu Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna. Samsung Tækni Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna.
Samsung Tækni Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira