Erlent

Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tala látinna vegna nýju kórónaveirunnar er komin yfir ellefu hundruð.
Tala látinna vegna nýju kórónaveirunnar er komin yfir ellefu hundruð. Vísir/Getty

Á tólfta hundrað eru nú látin vegna nýju Kórónaveirunnar, Covid-19, sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur í garð Kínverja en átta smit hafa verið staðfest á Bretlandi.

Kate Gordon, yfirmaður félagsmiðstöðvar kínverskra Breta í Birmingham, hafði þetta að segja við AP: „Við erum mjög meðvituð um það að fólk fylgist með okkur ef við hóstum eða sjúgum upp í nefið á almannafæri. Sum okkar hafa gengið svo langt að fá vinnutíma okkar breytt svo við nýtum ekki almenningssamgöngur á háannatíma. Við erum í raun að setja okkur sjálf í sóttkví, einungis til þess að forðast þetta neikvæða viðmót.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×