Sprengilægðin blés afmælisfagnað Bjarna út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 12:15 Bjarni Benediktsson ætlaði að fagna 50 ára afmæli sínu með vinum og velunnurum en þó Bjarni sé vanur blástri er þetta aðeins of mikið. Hér eru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans, í miklum mótvindi á Bessastöðum. visir/vilhelm Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum. Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum.
Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04